Beitir NK að veiðum í síðustu veiðiferðinni í Síldarsmugunni. Ljósm. Helgi Freyr ÓlasonBeitir NK að veiðum í síðustu veiðiferðinni
í Síldarsmugunni. Ljósm. Helgi Freyr Ólason
Börkur NK er á landleið úr Smugunni með 1.225 tonn af síld og þar með er veiðum á norsk-íslensku síldinni lokið hjá Síldarvinnsluskipunum í ár. Gert er ráð fyrir að Börkur komi til Neskaupstaðar um hádegisbil á morgun.
 
Beitir NK kom til Neskaupstaðar með 1.620 tonn af síld í fyrrinótt. Tómas Kárason skipstjóri segir að síldin hafi fengist austarlega í Smugunni. „Við fengum aflann í fimm holum, 320 tonn að jafnaði í holi. Stærsta holið var 500 tonn. Það var togað í stuttan tíma eða frá 1 klukkustund og upp í þrjár og hálfa. Veiðiferðin einkenndist af fínni veiði, góðu veðri og það var mikið af síld að sjá,“ segir Tómas.
 
Nú munu bæði Börkur og Beitir snúa sér að veiðum á íslenskri sumargotssíld en Bjarni Ólafsson AK er þegar kominn vestur og bíður þar hagstæðs veðurs.