Fisk

Frá fiskmarkaðnum í Grimsby. Ljósm: Guðmundur Alfreðsson

Vel hefur gengið hjá skipunum Bergey VE og Vestmannaey VE það sem af er sumri en gengissveiflur breska pundsins hefur haft áhrif á verðmæti aflans. Vestmanney VE kom í land á sunnudagskvöld og Bergey VE eftir hádegi í gær og eru áhafnirnar nú komnar í kærkomið þjóðhátíðarfrí eftir mikið úthald í júlí.  

Bretlandsmarkaður er lang mikilvægasti markaður fyrir afla Bergeyjar og Vestmannaeyjar og hefur veiking pundsins um 23% á einu ári haft mikil áhrif á tekjur félagsins og sjómanna þess. Ofan á lækkun pundsins virðist fiskverð almennt vera að gefa eftir, t.d. er ýsuverð í Bretlandi nú um 30% lægra í pundum talið samanborið við sumarið árið áður.