Stúlkur úr 9. bekk Nesskóla leiddu söng og Jón Hilmar Kárason lék undir. Ljósm: Ragnhildur Tryggvadóttir
Hin árlega jólatrésskemmtun Síldarvinnslunnar var haldin í gær og var fjölsótt og vel heppnuð. Skemmtunin var haldin í Egilsbúð og var í umsjá 9. bekkjar Nesskóla eins og undanfarin ár. Stúlkur úr 9. bekk leiddu sönginn við undirleik Jóns Hilmars Kárasonar og allir tóku hressilega undir um leið og gengið var í kringum jólatréð. Jólasveinar komu í heimsókn með hollt og gott í poka og vöktu mikla athygli. Einnig var gestum boðið upp á veitingar.
Jólaball Síldarvinnslunnar er fastur liður í jólahaldinu fyrir marga og skemmtu börnin sér vel í ár eins og ávallt áður.