Börkur NK á miðunum   Ljósm. Þorgeir BaldurssonNú hafa skip Síldarvinnslunnar veitt 2/3 þess loðnukvóta sem
þau hafa fengið úthlutað á vertíðinni. 
Veiðin hefur gengið vel til þessa en nú hefur verið hægt á skipunum og
áformað að veiða mest af þeirri loðnu sem eftir er til framleiðslu á
verðmætustu afurðunum (Japansfrysting)


Gefið verður helgarfrí í fiskiðjuverinu í Neskaupstað um
þessa helgi og lýkur þar með 12 daga samfelldri framleiðslutörn.