Borkur maBörkur NK að landa makríl í dag. Ljósm. Smári Geirssonkrill agust 2016 SGBörkur NK að landa makríl í dag. Ljósm. Smári GeirssonBörkur NK kom með 800 tonn af makríl til Neskaupstaðar í gærkvöldi og þá þegar hófst vinnsla í fiskiðjuverinu. Þar með er verslunarmannahelgarfríinu lokið og allt komið í fullan gang á ný á sviði veiða og vinnslu. Hálfdan Hálfdanarson skipstjóri á Berki sagði að aflinn hefði fengist vestur af Garðskaga, í Faxaflóanum. „Við leituðum austar en fundum nánast ekkert. Þessa dagana virðist makríllinn halda sig vestar en hann hefur gert síðustu ár en það getur verið fljótt að breystast. Makríllinn syndir hratt og hann er þar sem ætið er hverju sinni. Við fengum þennan afla í þremur holum á 16-18 tímum og þetta er ágætur fiskur og lítil áta í honum,“ sagði Hálfdan.