Löndun úr Berki NKFyrsta loðnan á vertíðinni barst til Seyðisfjarðar 15. janúar þegar Börkur NK landaði þar fullfermi.  Síðan þá hefur hver báturinn af öðrum komið inn með fullfermi til löndunar.

Vinnsla í verksmiðjunni gengur mjög vel og er hráefnið sérlega gott til mjöl- og lýsisvinnslu.  Gleðisvipur á starfsmönnum sem og bæjarbúum segir allt um hvað þetta er kærkomið og hvað þetta er mikilvægt fyrir okkar litla samfélag.

Framleiðslan undir öruggri stjórnNú eru komin á land rúm 11.000 tonn sem er svipað magn og verksmiðjan tók á móti allt síðasliðið ár.  Fréttir af aukningu á kvóta vekur vonir um að í hönd fari góð loðnuvertíð.

Gunnar Sverrisson
Verksmiðjustjóri Seyðisfirði