Landhelgisgæslan hafði í gær afskifti af Vestmannaey VE, skipi Bergs-Hugins ehf. dótturfélags Síldarvinnslunnar, vegna veiða á Glettinganesgrunni í svokölluðum Skáp. Við skoðun kom í ljós að tímabundið bann við veiðum með flotvörpu hafði verið sett á umrætt svæði með reglugerð í lok júní sl. en skipstjóra var ekki kunnugt um reglugerðina eða að svæðinu hefði verið lokað. Var skipinu því snúið til hafnar í Neskaupstað þar sem verður landað úr því. Virðist hafa farist fyrir hjá þar til bærum yfirvöldum að birta reglugerð um tímabundið bann á samráðsgátt eins og vænta mátti. Skýrslutöku vegna málsins er lokið og ráðgert er að Vestmannaey haldi á ný til veiða síðar í dag.

Vestmannaey í höfn í Neskaupstað. Ljósm. Smári Geirsson