Vestmannaey VE að toga í Lónsbugtinni í gær. Ljósm. Rúnar L. GunnarssonVestmannaey VE að toga í Lónsbugtinni í gær.
Ljósm. Rúnar L. Gunnarsson
Ísfisktogararnir Gullver NS, Vestmannaey VE og Bergey VE hafa verið að fiska vel að undanförnu. Skipin hafa lagt verulega áherslu á ýsuveiði og hafa þau fyrst og fremst veitt í Lónsbugtinni. Gullver NS landaði á Seyðisfirði sl. mánudag og var afli skipsins 107 tonn, mest ýsa. Bergey VE er að landa í Vestmannaeyjum og Vestmannaey VE er á leið þangað til löndunar, en Vestmannaey landaði fullfermi í Neskaupstað sl. mánudag. Heimasíðan sló á þráðinn til Birgis Þórs Sverrissonar, skipstjóra á Vestmannaey og spurði út í aflabrögðin. „Það verður ekki annað sagt en að aflabrögð hafi verið góð að undanförnu. Við erum nú á leiðinni til Eyja með góðan ýsuafla sem fékkst í Lónsbugtinni. Við stoppuðum einungis í sólarhring á miðunum þannig að það er ekki hægt að kvarta,“ segir Birgir Þór.