Dagný Ásta Rúnarsdóttir og Freyja ViðarsdóttirÞær mættu galvaskar í gærmorgun í vettvangsferð þær Dagný Ásta Rúnarsdóttir og Freyja Viðarsdóttir úr 10. bekk Nesskóla.  Löng hefð er fyrir því að krakkarnir úr efsta bekk grunnskólans fari og kynni sér atvinnulíf bæjarins og fáum við því reglulega heimsóknir sem þessa.
Eins og sjá má eru þær hinar ánægðustu með að fá að raða ufsabitum á lausfrystibandið.  Unninn er ufsi þessa dagana í Fiskiðjuverinu og að öllu óbreyttu verður svo áfram fram að sumarsíld.