Vígsla minningareitsins á grunni gömlu fiskimjölsverksmiðjunnar í Neskaupstað fer fram fimmtudaginn 25. ágúst kl. 15.00. Allir eru velkomnir á vígsluathöfnina.
Setning: Gunnþór B. Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar
Vígsla reitsins: Hlífar Þorsteinsson
Reiturinn blessaður: Séra Benjamín Hrafn Böðvarsson og séra Bryndís Böðvarsdóttir
Styrkveiting til Heilbrigðisstofnunar Austurlands: Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar
Tónlist í flutningi Daníels Arasonar, Bjarna Freys Ágústssonar og Rannveigar Júlíu Sigurpálsdóttur.
Veitingar í boði Síldarvinnslunnar.
Gert er ráð fyrir að öll dagskráratriði fari fram við minningareitinn en ef veður verður óhagstætt verður hluti dagskrár færður inn í Safnahúsið.