Bjarni Ólafsson AK er vætanlegur í kvöld með íslenska sumargotssíld. Ljósm. Hákon ErnusonBjarni Ólafsson AK er vætanlegur í kvöld með íslenska sumargotssíld. Ljósm. Hákon ErnusonBjarni Ólafsson AK er væntanlegur til Neskaupstaðar í kvöld með 800 tonn af íslenskri sumargotssíld sem fékkst vestur af landinu. Síldin fer öll til manneldisvinnslu. Heimasíðan hafði samband við Gísla Runólfsson skipstjóra og upplýsti hann að aflinn hafi fengist í Jökuldjúpinu. „Skammturinn náðist en það var ekki mikið fjör í veiðunum, þetta var svona nudd,“ sagði Gísli. „Það sést ekki mikið af síld ennþá á þessum slóðum. Hún er líklega eitthvað seinna á ferðinni en vanalega. En við erum bjartsýnir, þetta er rétt að byrja og það á örugglega eftir að rætast vel úr þessu,“ sagði Gísli að lokum.
 
Síldarvinnsluskipin Börkur og Birtingur eru farin til síldveiða. Börkur fór á sunnudag og hefur hafið veiðar en Birtingur fór í gær.