Frá fiskimjölsverksmiðjunni á Seyðisfirði.  Ljósm. Eyrún Guðmundsdóttir

Að sögn Gunnars Sverrissonar verksmiðjustjóra á Seyðisfirði hefur þar verið tekið á móti um 9.500 tonnum af kolmunna á vertíðinni. Beitir var að ljúka við að landa fullfermi, 2.100 tonnum, í morgun og Bjarni Ólafsson AK landaði rúmum 1.400 tonnum á laugardag. Vinnslan gengur mjög vel í verksmiðjunni og láta starfsmenn vel af sér.

Í Neskaupstað hefur 11.600 tonnum af kolmunna verið landað til mjöl- og lýsisvinnslu á vertíðinni og þar gengur vinnslan einnig eins og best verður á kosið að sögn Guðjóns B. Magnússonar verksmiðjustjóra. Börkur NK landaði þar fullfermi, 1.800 tonnum, í gær. Að auki hefur um 2.750 tonnum af frystum kolmunna verið landað í frystigeymslur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.