Gullver NS landaði 90 tonnum í gær   Ljósm. Ómar BogasonGullver NS landaði 90 tonnum í gær Ljósm. Ómar BogasonVinnsla hófst í gærmorgun í fiskvinnslustöð Gullbergs á Seyðisfirði að afloknu fjögurra vikna sumarfríi. Ísfisktogarinn Gullver kom þá til löndunar og var afli hans um 90 tonn, mest þorskur og karfi.
 
Í fiskvinnslustöðinni er lögð áhersla á að vinna ferska þorskhnakka sem sendir eru á markað með ferjunni Norrænu. Bakflökin eru síðan fryst í blokk sem fer á Bandaríkjamarkað.
 
Gert er ráð fyrir að Gullver haldi á ný til veiða í dag.