Gullver NS er að landa í dag. Ljósm. Þorgeir Baldursson

Sl. mánudag hófst vinnsla í frystihúsi Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði að aflokinni rúmlega mánaðar sumarlokun. Fiskur til vinnslunnar kom frá Vestmannaeyjum og eins var fiskur keyptur á markaði. Róbert Ingi Tómasson framleiðslustjóri segir að starfsfólk hafi komið ferskt og jákvætt til starfa og vel hafi gengið að starta vinnslunni. „Hér er allt komið í fullan gang og allir hressir,“ segir Róbert.

Ísfisktogarinn Gullver NS er að landa á Seyðisfirði í dag. Aflinn er rúmlega 90 tonn, mest þorskur og ýsa. Steinþór Hálfdanarson skipstjóri segir að veitt hafi verið í Lónsbugt, á Lónsdýpi, í Berufjarðarál og á Fætinum í þessari veiðiferð. „Þetta gekk sæmilega en of mikill tími fór þó í að leita að ufsa sem erfiðlega gengur að finna. Það var alger renniblíða allan túrinn og það var svo sannarlega gott. Það er gert ráð fyrir að haldið verði á ný til veiða á morgun,“ segir Steinþór.