Frá Norðfjarðarhöfn sl. mánudag. Lengst til vinstri er Vilhelm Þorsteinsson EA að landa frosnum afurðum. Næst honum er flutningaskipið Green Explorer sem er að lesta frystan makríl og síld. Þá er Beitir NK að landa til vinnslu í fiskiðjuverinu. Fjærst er Hákon EA að landa afskurði í fiskimjölsverksmiðjuna. Ljósm. Smári GeirssonFrá Norðfjarðarhöfn sl. mánudag. Lengst til vinstri er Vilhelm Þorsteinsson EA að landa frosnum afurðum. Næst honum er flutningaskipið Green Explorer sem er að lesta frystan makríl og síld. Þá er Beitir NK að landa til vinnslu í fiskiðjuverinu. Fjærst er Hákon EA að landa afskurði í fiskimjölsverksmiðjuna. Ljósm. Smári GeirssonHeimir Ásgeirsson yfirverkstjóri í frystigeymslum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað segir að um þessar mundir séu miklar annir hjá starfsmönnunum. „Það er hrikalega mikið að gera og skortur á fólki,“ sagði Heimir. „Það er búið að landa úr vinnsluskipum í frystigeymslurnar rúmlega 6000 tonnum af makríl og síld það sem af er vertíðinni. Uppistaðan í þessu er makríll. Það eru vinnsluskipin Hákon EA og Vilhelm Þorsteinsson EA sem hafa landað mestu en nú er Kristina EA að landa 2000 tonnum. Fyrir utan þetta fara í geymslurnar makríllinn og síldin frá fiskiðjuverinu hérna við hliðina. Það sem af er vertíð er búið að skipa út í flutningaskip um 9000 tonnum. Það var hér skip í byrjun vikunnar sem tók 2600 tonn. Von er á öðru skipi á morgun og því þriðja eftir helgi. Síðan fer mikið af makrílnum og síldinni í gáma sem skipað er út á Reyðarfirði. Það veitir ekki af að útskipanir séu tíðar því framleiðslan er mikil,“ sagði Heimir að lokum.