Vinnsluskipin koma enn reglulega til hafnar í Neskaupstað og landa þar frystri norsk-íslenskri síld. Í gær var landað 500 tonnum úr Vilhelm Þorsteinssyni EA og nú er verið að landa tæpum 2000 tonnum úr Kristinu EA. Afli Kristinu er mestmegnis síld en að hluta til makríll. Von er á Hákoni EA til löndunar á morgun með 750 tonn af síld. Miklar annir eru hjá starfsmönnum frystigeymsla Síldarvinnslunnar bæði við móttöku afla og eins við útskipanir.