Um 50 starfsmenn Samherja hf. heimsóttu Síldarvinnsluna hf. um síðustu helgi.
Hópurinn skoðaði meðal annars fiskiðjuverið ásamt því sem farið var yfir starfsemi félagsins í máli og myndum. Mjög léttar veitingar voru í boði, meðal annars hinir ýmsu síldar- og loðnuréttir. Farið var um bæinn í rútu þar sem Freysteinn Bjarnason sagði frá mannlífi bæjarins, kryddaðar skemmtisögum.
Um kvöldið var haldið í búð Egils rauða og tekið þátt í mannfagnaði sem lukkaðist í alla staði mjög vel.
Færum við Samherjum bestu þakkir fyrir innlitið og skemmtilegar samverustundir.
