Vinnsluskipin Kristina EA og Vilhelm Þorsteinsson EA mætast á Norðfirði.  Ljósm. Guðlaugur BirgissonÁ yfirstandandi makríl- og síldarvertíð hafa vinnsluskip landað rúmlega 21 þúsund tonnum í frystigeymslur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Skipin sem komið hafa með mest af þessum afla eru Kristina EA með samtals 7.940 tonn, Vilhelm Þorsteinsson EA með 7.850 tonn og Hákon EA með 4.570 tonn. Að auki hefur Barði NK landað um 770 tonnum.  Í dag er Hákon síðan að landa um 700 tonnum til viðbótar.

Í septembermánuði síðastliðnum var skipað út rúmlega 10.000 tonnum af afurðum úr frystigeymslunum og nú er skip í höfninni sem tekur 2000 tonn af síld til Póllands. Útskipanir munu halda áfram á næstunni og á mánudag er væntanlegt skip sem mun taka 4000 tonn af síld og makríl til Úkraínu.