Kolmunnaveiðin á Gráa svæðinu hefur verið afar góð að undanförnu. Ljósm. Helgi Freyr Ólason

Kolmunnaveiðarnar á Gráa svæðinu í færeysku lögsögunni hafa gengið afar vel að undanförnu og hafa Síldarvinnsluskipin og önnur skip sem landa hjá Síldarvinnslunni fiskað einstaklega vel. Þegar þetta er ritað eru bæði Börkur NK og Beitir NK á landleið með fullfermi eða vel yfir 3.000 tonn. Börkur kemur til Neskaupstaðar í dag og Beitir til Seyðisfjarðar í nótt. Þá er Hákon EA einnig á landleið með fullfermi. Vilhelm Þorsteinsson EA og Barði NK eru á miðunum.

Það sem af er ári hefur fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar í Neskaupstað tekið á móti rúmlega 50.000 tonnum af kolmunna og verksmiðjan á Seyðisfirði hefur tekið á móti rúmlega 40.000 tonnum. Vinnslan í báðum verksmiðjunum hefur gengið afar vel.