Beitir NK að landa í Neskaupstað. Ljósm. Hákon Ernuson.Beitir NK að landa í Neskaupstað. Ljósm. Hákon Ernuson.Mokveiði var á loðnumiðunum á föstudagskvöld og á laugardaginn og má nefna að Börkur og Polar Amaroq stoppuðu einungis um sex tíma á miðunum áður en þeir héldu til lands með fullfermi. Engin veiði var hins vegar í gær vegna brælu en í morgun voru bátarnir byrjaðir að kasta og voru að fá góðan afla. Beitir  kom til löndunar í Neskaupstað síðdegis á laugardag með 1900 tonn, þarf af 700 til manneldisvinnslu. Tómas Kárason skipstjóri á Beiti sagði að aflinn hefði fengist í 6-7 köstum og um væri að ræða stóra og góða loðnu. „Það var mikið að sjá á miðunum og full ástæða til bjartsýni ef veðrið verður almennilegt,“ sagði Tómas. „Við fengum aflann í Meðallandsbugtinni rétt vestan við Ingólfshöfða, en nú eftir bræluna skilst mér að allur flotinn sé á leið í Fjallasjóinn undan Eyjafjöllunum.“
 
Nú er verið að frysta góða loðnu úr Berki í fiskiðjuverinu í Neskaupstað. Bæði er fryst á Japan og Rússland.