Síldarvinnslan hf. auglýsir eftir verkstjóra til starfa í fiskiðjuverinu í Neskaupstað. Unnið er á tólf tíma vöktum hluta af ári á makríl- , síldar- og loðnuvertíð.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með starfsfólki á vöktum í fiskiðjuveri
  • Framleiðsla á uppsjávarafurðum í frystingu
  • Móttaka hráefnis frá skipum og skráning afla
  • Samskipti við skip og þjónustuaðila
  • Umsjón með ýmsum verkefnum á milli vertíða

Hæfniskröfur:

  • Góð færni í mannlegum samskiptum
  • Sterk öryggisvitund
  • Geta unnið í fjölþjóðlegu umhverfi
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð, einnig hæfni til að leita lausna
  • Þekking á framleiðsluferlum
  • Reynsla af vinnu í fiskvinnslu eða sambærilegum störfum er kostur

Nánari upplýsingar veita:

  • Hákon Ernuson, starfsmannastjóri – sími: 895-9909, netfang: hakon @svn.is
  • Geir S. Hlöðversson, rekstrarstjóri – sími: 830 8301, netfang:

Hægt er að sækja um starf á heimasíðu Síldarvinnslunnar ( www.svn.is ).

Umsóknarfrestur til 15.05.2024