Nýtt skip bætist í flota Síldarvinnslunnar hf.
- Details
- Dagsetning: 08. Febrúar 2012
Síldarvinnslan hf. hefur fest kaup á nýju uppsjávarveiðiskipi sem hefur fengið nafnið Börkur NK-122. Skipið var smíðað í Noregi árið 2000 og er búið öflugum kælibúnaði í 10 RSW tönkum. Burðargeta skipsins er 1.850 tonn. Skipstjórar á skipinu verða Sturla Þórðarson og Sigurbergur Hauksson, 8 stöður verða á skipinu og tveir menn um hverja stöðu. Skipið mun koma í staðinn fyrir eldra skip félagsins með sama nafni en það hefur fengið nafnið Birtingur NK-124. Allur aðbúnaður starfsmanna er mjög góður og verður hver maður með sér klefa.