Vel heppnað jólaball

26178639 10213106762650919 888268967 o

Stúlkur úr 9. bekk Nesskóla leiddu söng og Jón Hilmar Kárason lék undir. Ljósm: Ragnhildur Tryggvadóttir

Hin árlega jólatrésskemmtun Síldarvinnslunnar var haldin í gær og var fjölsótt og vel heppnuð. Skemmtunin var haldin í Egilsbúð og var í umsjá 9. bekkjar Nesskóla eins og undanfarin ár. Stúlkur úr 9. bekk leiddu sönginn við undirleik Jóns Hilmars Kárasonar og allir tóku hressilega undir um leið og gengið var í kringum jólatréð. Jólasveinar komu í heimsókn með hollt og gott í poka og vöktu mikla athygli. Einnig var gestum boðið upp á veitingar.

                Jólaball Síldarvinnslunnar er fastur liður í jólahaldinu fyrir marga og skemmtu börnin sér vel í ár eins og ávallt áður.  

Opinn fyrirlestur um karlmenn og #metoo

Magnus Orri ScramMagnus Orri SchramSíldarvinnslan mun bjóða upp á opinn fyrirlestur um karlmenn og #metoo í Egilsbúð föstudaginn 29. desember kl. 15.00. Fyrirlesari verður Magnús Orri Schram stjórnarmaður UN Women á Íslandi.
 
Í fyrirlestrinum verður fjallað um eðli #metoo byltingarinnar og sjónum beint sérstaklega að Íslandi í þeim efnum. Áhersla verður lögð á ábyrgð karlmanna í breyttum heimi.
 
Allir eru hjartanlega velkomnir á fyrirlesturinn.
 

Jólakveðja

Síldarvinnslan hf. óskar starfsfólki sínu, viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Capture

Enn og aftur sterk skata

Skötuveislukóngarnir Guðjón B. Magnússon og Halldór Þorbergsson.  Upplýsingar um TVN-gildi skötunnar eru upp á vegg. Ljósm. Jón Már JónssonSkötuveislukóngarnir Guðjón B. Magnússon og Halldór Þorbergsson.
Upplýsingar um TVN-gildi skötunnar eru upp á vegg. Ljósm. Jón Már Jónsson
Allt frá árinu 2000 hefur verið boðið til skötuveislu í fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á Þorláksmessu en þar sem Þorláksmessu ber nú upp á laugardag fór skötuveislan fram í dag. Lílega er þetta eina skötuveislan á landinu þar sem styrkur skötunnar er árlega mældur. Mælt er hve mikið ammoníak er í skötunni og reiknað út svonefnt TVN-gildi. Ef TVN-gildi í hráefni verksmiðjunnar fer yfir 100 taka viðvörunarbjöllur að klingja en þetta á aldeilis ekki við um skötuna. Í veislunni núna mældist TVN - gildi skötunnar hvorki meira né minna 851,5 og þótti hún afar góð. Að vísu er þetta ekki hæsta gildi sem mælst hefur í skötuveislum í verksmiðjunni, en hæst hefur það farið í 974. 
 
Það voru þeir Guðjón B. Magnússon og Halldór Þorbergsson sem lengi sáu um framkvæmd skötuveislanna, fyrst með góðri hjálp Hjördísar Arnfinnsdóttur. Í fyrra fréttist að sjónvarpið ætlaði að koma í veisluna og gera frétt um hana og þá voru þeir Guðjón og Halldór settir af. Það voru yngri menn sem rændu völdum og stýrðu þeir Jóhann Hákonarson og Stefán Pétursson veislunni. Ungu mennirnir töldu að andlit þeirra Guðjóns og Halldórs hentuðu engan veginn sjónvarpi og því væri nauðsynlegt að skipta um valdhafa. Nú í ár náðu Guðjón og Halldór hins vegar aftur völdum og fullyrða þeir að sannast hafi í fyrra að yngri menn hafi ekkert lag á því að halda skötuveislu og því sé stjórn þeirra á veislunni tryggð til framtíðar.
 
Starfsmenn verksmiðjunnar fullyrða að hér sé um að ræða einu skötuveisluna í heiminum þar sem styrkur skötunnar er mældur með vísindalegum hætti. Þegar þeir eru spurðir um veisluna segja þeir alls ekki einungis að skatan hafi verið sterk heldur gefa þeir upp TVN- gildi hennar. Þetta er meiri nákvæmni en annars staðar þekkist.
 

Jólaball Síldarvinnslunnar

Jólaball SíldarvinnslunnarHið árlega jólaball Síldarvinnslunnar verður haldið í Egilsbúð í Neskaupstað 28. desember kl. 16.00. Ballið er haldið í samvinnu við 9. bekk Nesskóla. Öllum börnum og foreldrum er boðið á ballið og er aðgangur ókeypis. Samkvæmt venju verður dansað í kringum jólatré við undirleik og söng og jólasveinar munu koma í heimsókn. Fyrir mörg börn er jólaballið fastur liður í jólahaldinu og skemmta þau sér yfirleitt konunglega á samkomunni.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Skipin komin til hafnar fyrir hátíðarnar

Frá Norðfjarðarhöfn. Ljósm. Guðlaugur B. BirgissonFrá Norðfjarðarhöfn. Ljósm. Guðlaugur B. BirgissonSkip Síldarvinnslunnar verða öll í höfn um jól og áramót. Uppsjávarskipin þrjú, Börkur, Beitir og Bjarni Ólafsson, lönduðu öll kolmunna 14. – 19. desember og munu ekki halda til veiða á ný fyrr en á nýju ári. Vestmannaeyjaskipin, Vestmannaey og Bergey, komu til hafnar 11. og 14. desember og að aflokinni löndun fengu áhafnirnar kærkomið jóla- og áramótafrí. Gullver kom síðan til löndunar á Seyðisfirði 19. desember úr síðustu veiðiferð fyrir hátíðar.
 
Frystitogarinn Blængur kom til Neskaupstaðar í dag að lokinni hálfs mánaðar veiðiferð. Afli skipsins var 370 tonn upp úr sjó og uppistaða aflans er ufsi og karfi. Að sögn Bjarna Ólafs Hjálmarssonar skipstjóra byrjaði veiðiferðin á Vestfjarðamiðum vegna brælu eystra en megnið af tímanum var verið á Austfjarðamiðum. Blængur mun halda á ný til veiða 3. janúar.