Veður truflar veiðar

Vont veður truflar veiðar. Blængur NK í brælu. Ljósm. Hákon SeljanVont veður truflar veiðar. Blængur NK í brælu.
Ljósm. Hákon Seljan
Óhagstætt veður truflar veiðar Síldarvinnsluskipa mjög um þessar mundir. Blængur NK er kominn til hafnar í Hafnarfirði og mun bíða þess að ofsaveðrið sem spáð er gangi niður. Ísfisktogararnir, Gullver NS, Smáey VE og Vestmannaey VE, eru allir á Austfjarðamiðum en gert er ráð fyrir að þeir muni halda til hafnar upp úr hádegi á morgun því þá mun vonskuveðrið ná austur samkvæmt spá.  Vestmannaey landaði reyndar 60 tonnum á Seyðisfirði í gærkvöldi og hélt til veiða strax að löndun lokinni.
 
Kolmunnaskipin, sem eru að veiðum í færeysku lögsögunni, liggja í vari eða eru á leiðinni í var þannig að veðurofsi truflar einnig veiðar á þeim miðum.
 
 

Smáey gerði það gott í byrjun vikunnar

Landað úr Smáey VE sl. mánudagskvöld. Ljósm. Guðmundur AlfreðssonLandað úr Smáey VE sl. mánudagskvöld.
Ljósm. Guðmundur Alfreðsson
Að undanförnu hafa togarar ekki fiskað neitt sérstaklega vel á miðunum við landið en annað slagið hafa þó komið ágæt skot. Smáey VE gerði það gott í byrjun vikunnar en þá fékk skipið fullfermi af karfa og ufsa á skömmum tíma. Heimasíðan hafði samband við Ragnar Waage skipstjóra á Smáey til að fá nánari fréttir um umrædda veiðiferð. „Við létum úr höfn í Vestmannaeyjum klukkan 4.45 á sunnudagsmorgun og komum til hafnar klukkan 8 á mánudagskvöld með fullfermi eða 70 tonn af karfa og ufsa. Aflinn fékkst í Reynisdýpinu eða suður af Hjörleifshöfða en þangað er um fjögurra tíma stím frá Eyjum. Þarna fékkst mest ufsi yfir nóttina en karfi yfir daginn og það fiskaðist býsna vel. Það hefur ekki verið neitt sérstakt fiskirí úti fyrir suðurströndinni að undanförnu en af og til gengur þetta vel. Við fórum aftur út klukkan 10 á mánudagskvöld og vorum þá í djúpkarfa á Sneiðinni sunnan við Eyjar. Þar var öllu rólegra og við lönduðum um 25 tonnum á miðvikudagskvöldið,“ segir Ragnar.
 
Það er áhöfnin á Bergey VE sem rær á Smáey um þessar mundir en hin nýja Bergey er á Akureyri þar sem verið er að ganga frá millidekki skipsins. Gert er ráð fyrir að Bergey haldi til veiða fljótlega eftir áramótin. 

Kolmunninn er úrvalshráefni

received 10209119174272136

Beitir NK með gott kolmunnahol. Ljósm. Helgi Freyr Ólason

                Skip Síldarvinnslunnar hófu kolmunnaveiðar í færeysku lögsögunni í síðasta mánuði og hafa Bjarni Ólafsson AK og Beitir NK þegar landað fyrstu förmunum í Neskaupstað. Heimasíðan hafði samband við Hafþór Eiríksson verksmiðjustjóra og spurði hvernig hráefni kolmunninn væri. „Í einu orði sagt þá er hann úrvalshráefni. Þetta er stór og góður fiskur og hann er vel feitur á þessum árstíma. Kolmunninn gefur vel af mjöli og einnig talsvert af lýsi núna. Vinnslan á honum gengur vel en það eru komin á land hátt í 5.000 tonn. Börkur NK er síðan á landleið með 2.000 tonn og kemur til hafnar síðar í dag. Bjarni Ólafsson og Beitir eru á miðunum,“ segir Hafþór.

                Í dag er bræla á kolmunnamiðunum fyrir austan Færeyjar.

Beitir með 3.100 tonn af kolmunna

Beitir 02.12

Beitir NK siglir inn Norðfjörð í morgun með 3.100 tonn af kolmunna. Ljósm. Smári Geirsson.

Beitir NK kom til Neskaupstaðar í morgun með 3.100 tonn af kolmunna sem fékkst austur af Færeyjum. Heimasíðan ræddi við Sturlu Þórðarson skipstjóra og spurði hvort mikið af fiski væri að sjá á veiðisvæðinu. „Það eru einhverjar breiður þarna en það var enginn svakalegur kraftur í veiðunum. Við vorum átta daga að veiðum og fengum aflann í átta eða níu holum. Mest fengum við 480-490 tonn í holi en yfirleitt var lengi dregið. Við drógum upp í 22 tíma. Venjulega var kastað seinni part dags og híft morguninn eftir. Stærsti plúsinn við túrinn var veðrið, en það var blíða hvern einasta dag. Fiskurinn er að ganga í austur og undir lokin vorum við komnir alveg að ensku línunni,“ segir Sturla.

                Beitir hefur alloft áður komið með kolmunnafarma að landi sem hafa verið yfir 3.000 tonn en ekkert annað íslenskt fiskiskip hefur komið með svo mikinn afla að landi í veiðiferð. Mestum afla í einni veiðiferð hjá skipinu var landað 20. apríl sl., 3.212 tonnum.

Blængur millilandar

Capture

Landað úr Blængi NK í dag.Ljósm. Smári Geirsson.

                Frystitogarinn Blængur NK millilandar í Neskaupstað í dag. Afli skipsins er um 520 tonn upp úr sjó að verðmæti um 160 milljónir króna. Bjarni Ólafur Hjálmarsson skipstjóri segir að það hafi verið fínasta kropp í túrnum fram að þessu. „Við héldum til veiða 8. nóvember og síðan eru liðnir 20 dagar. Túrnum á ekki að ljúka fyrr en 18. desember. Í dag verður landað 16.000 kössum úr skipinu og er ufsi uppistaða aflans. Haldið verður á ný til veiða strax að  löndun lokinni. Í þessum túr hefur verið veitt frá Langanesi og vestur í Víkurál og vonandi verða aflabrögð áfram þokkaleg þannig að árinu ljúki á góðum nótum,“ segir Bjarni Ólafur.

                Theodór Haraldsson mun leysa Bjarna Ólaf af í síðari hluta veiðiferðarinnar.

Fyrsti kolmunnafarmurinn

Bó

Bjarni Ólafsson AK siglir inn Norðfjörð með fyrsta kolmunnafarm vetrarins. Ljósm: Smári Geirsson

                Fyrsti kolmunnafarmurinn á þessum vetri barst til Neskaupstaðar í morgun en þá kom Bjarni Ólafsson AK með 1.800 tonn. Gísli Runólfsson segir að þeir á Bjarna Ólafssyni hafi komið með fyrsta vetrarfarminn í fyrra um sama leyti. „Við héldum til veiða 16. nóvember og til að byrja með fór mikill tími í að leita. Í fyrstu var aflinn tregur. Við vorum að draga í 20 tíma og fengum gjarnan innan við 200 tonn í holi og allt niður í 60 tonn. Síðan fór þetta að ganga betur og í lokaholinu fengum við 300 tonn eftir að hafa dregið í sjö og hálfan tíma. Þarna var veiðin að byrja af einhverju viti. Við fengum aflann norðaustur af Færeyjum og það var samfelld blíða allan túrinn. Þetta var eins og á besta sumardegi, „ segir Gísli.

                Auk kolmunnans hefur íslensk sumargotssíld borist til Neskaupstaðar að undanförnu. Margrét EA landaði um 1.000 tonnum í gær og Börkur NK er að landa 1.300 tonnum.

Rólegt á Austfjarðamiðum

Vestmannaey VE í Norðfjarðarhöfn í  morgun.  Ljósm. Sigurður Steinn EinarssonVestmannaey VE í Norðfjarðarhöfn í morgun.
Ljósm. Sigurður Steinn Einarsson
Ísfisktogarinn Vestmannaey VE kom til Neskaupstaðar í morgun með um 80 tonn og er þorskur uppistaða aflans. Að sögn Birgis Þórs Sverrissonar hefur verið heldur rólegt á Austfjarðamiðum að undanförnu. „Við byrjuðum túrinn á Glettinganesflaki og Seyðisfjarðadýpi og aflinn var heldur lítill. Síðan færðum við okkur yfir í Norðfjarðardýpið og þar kom skammvinnt skot. Almennt má segja að afli á Austfjarðamiðum hafi verið tregur allan þennan mánuð en við höfum takmarkað verið að veiðum vegna þess að það þurfti að sinna smávægilegum lagfæringum á skipinu. Reglan er sú að það þarf að laga ýmislegt til á nýjum skipum,“ segir Birgir Þór.
 
Vestmannaey mun halda til veiða á ný strax að löndun lokinni.

Bjartur kom í heimahöfn

Bjartur NK kom nýr í fyrsta sinn til heimahafnar 13.maí 1965. Ljósm. Guðmundur SveinssonBjartur NK kom nýr í fyrsta sinn til heimahafnar 13.maí 1965. Ljósm. Guðmundur SveinssonÁ árum áður þótti tilhlýðilegt að skáld og hagyrðingar settust á bak skáldafáknum þegar nýtt skip kom í fyrsta sinn til heimahafnar. Einn þessara hagyrðinga var Valdimar Eyjólfsson í Neskaupstað. Fyrsta skipið sem Síldarvinnslan eignaðist var Barði sem kom nýr  til heimahafnar 5. mars árið 1965. Einungis rúmum tveimur mánuðum síðar kom næsta skip sem Síldarvinnslan hafði látið smíða; Bjartur. Fljótlega eftir komu Bjarts birtist eftirfarandi pistill frá Valdimar Eyjólfssyni í vikublaðinu Austurlandi:
 
Hinn 13. þ.m. kom skipið Bjartur NK 121, hið síðara skip, sem Síldarvinnslan hf. keypti frá Austur-Þýskalandi, til Neskaupstaðar.
 
Þegar Barði, fyrra skipið kom, var ég veikur og gat ekki skoðað hann, en var hressari þegar hið síðara skip kom og brá ég mér þá um borð. Ég fór fyrst inn í stjórnklefann (stýrishúsið). Þar stóð Jóhann Sigurðsson, tollþjónn, vakt og ruddi hann mér strax braut inn í skipstjóraklefann. Þar voru fyrir fjórir menn og var mér þar vel tekið. Skipstjóri, Filip Höskuldsson, bauð mér strax sæti. Hinir aðrir, er þar voru, Guðgeir Jónsson, bílstjóri, Kristinn Sigurðsson, forstjóri, og Högni Jónasson, bílstjóri, báðu mig um að gera vísu í tilefni af komu skipsins, en það kom enginn andi yfir mig þá og því varð engin vísa. En til þess að gera þeim einhverja úrlausn bið ég Austurland fyrir vísur, sem komu í hug mér þegar heim kom og sendi ég þeim þær hér með:
 
Bjartur kom í heimahöfn
hlaðinn bestu kostum,
allvel fær í úfna dröfn,
illviðrum og frostum.
 
Sem sagt fær í flestan sjó
farkostur hinn besti.
Honum gifta gefist nóg
og gæfa í veganesti.
 
Líkt er það með Barða og Bjart,
báðir í nýjum flíkum,
útlitið er ekki svart
með útgerðina á slíkum.

Veiðar á íslenskri sumargotssíld

Beitir NK landaði 1600 tonnum af íslenskri sumargotssíld sl. mánudag. Ljósm. Helgi Freyr ÓlasonBeitir NK landaði 1600 tonnum af íslenskri sumargotssíld sl. mánudag. Ljósm. Helgi Freyr ÓlasonÍslenskri sumargotssíld hefur verið landað í Neskaupstað að undanförnu. Beitir NK landaði um 1.600 tonnum sl. mánudag og í kjölfar hans kom Margrét EA og landaði um 1.900 tonnum. Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti segir að aflinn hafi verið breytilegur í veiðiferðinni. „Það var misjöfn veiði en aflinn fékkst í sjö holum og það var lengi dregið eða í átta til tólf tíma. Við vorum allan tímann að veiðum í Faxadýpinu. Besta holið gaf 500 tonn en síðan voru þetta gjarnan um 200 tonna hol,“ segir Tómas.
 
Börkur NK hélt til síldveiða í mánudagskvöld en gert er ráð fyrir að Beitir haldi fljótlega til kolmunnaveiða.

Lóðum lyft í gamla frystihúsinu

Æfingatími í gamla frystihúsinu. Það gengur mikið á. Ljósm. Smári GeirssonÆfingatími í gamla frystihúsinu. Það gengur mikið á.
Ljósm. Smári Geirsson
Í byrjun september sl. tók Lyftingafélag Austurlands í notkun húsnæði sem Síldarvinnslan lét félaginu í té í gamla frystihúsinu í Neskaupstað. Félagið var stofnað árið 2016 og eru félagsmenn frá Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði og Egilsstöðum. Starfsemi félagsins hófst í fyrstu í gamla frystihúsinu á Eskifirði en nú fer starfsemi þess fram í Neskaupstað auk þess sem félagar hafa aðgang að CrossFit- stöðvum á Reyðarfirði og á Egilsstöðum.
 
Stofnandi félagsins er Sigrún Harpa Bjarnadóttir, lögfræðingur á Eskifirði, en hún hefur brennandi áhuga á olympískum lyftingum og þeirri hugmyndafræði sem CrossFit byggir á. Í fyrstu æfðu fáir á vegum félagsins og búnaðurinn sem notast var við var takmarkaður, en að undanförnu hefur félagið vaxið undurhratt. Starfsemi lyftingafélags á ekki vel heima í hefðbundnum líkamsræktarstöðvum því þar eru yfirleitt veruleg þrengsli og þess vegna þarf að finna starfseminni annað húsnæði. Í Neskaupstað hóf félagið þó starfsemi í líkamsræktarstöð bæjarins en fljótlega kom að því að finna þurfti stærra og hentugra húsnæði. Félagið fékk afnot af gamla prentsmiðjuhúsnæðinu og það var framfaraskref, en með auknum iðkendafjölda sprengdi það einnig það húsnæði utan af sér. Þá voru góð ráð dýr og leitað var til Síldarvinnslunnar og spurst fyrir um hvort möguleiki væri að fá inni fyrir starfsemina í gamla frystihúsinu. Síldarvinnslan tók erindinu vel og afhenti félaginu afnotarétt á húsnæði á annarri hæð þar sem meðal annars kaffistofa starfsfólks frystihússins var á sínum tíma. Það var mikil vinna að gera húsnæðið í gamla frystihúsinu hæft til notkunar fyrir Lyftingafélagið og þeirri vinnu er ekki lokið enn. Húsnæðið var hins vegar tekið í notkun í septembermánuði og þykir henta afskaplega vel fyrir starfsemina. Aðstöðuna í gamla frystihúsinu nefna félagsmenn Nesheima.
 
Jafnt konur sem karlar æfa lyftingar í gamla frystihúsinu.  Konur eru áberandi í starfi Lyftingafélags Austurlands. Ljósm. Smári GeirssonJafnt konur sem karlar æfa lyftingar í gamla frystihúsinu. Konur eru áberandi í starfi Lyftingafélags Austurlands.
Ljósm. Smári Geirsson
Til að fræðast nánar um starfsemi Lyftingafélagsins var Sylvía Dröfn Sveinsdóttir, stjórnarmaður í félaginu, tekin tali. Sylvía segir að uppgangur félagsins sé hreint ótrúlegur og sérstaklega sé starfsemin blómleg í Neskaupstað. „Félagið hefur blásið út. Í byrjun sl. sumars voru félagsmenn um 50 talsins en nú eru þeir hvorki fleiri né færri en 112 og meirihluti félagsmanna er hér í Neskaupstað. Gamla prenstsmiðjuhúsið, sem við æfðum áður í, var orðið allt of lítið. Við gátum flest verið um átta að æfa samtímis í prentsmiðjuhúsinu en hér í gamla frystihúsinu getum við verið fimmtán. Hjá félaginu eru tíu skipulagðir tímar á viku hér í gamla frystihúsinu þar sem kennsla fer fram, en félagið býr svo vel að hafa fjóra þjálfara með réttindi sem starfa í Neskaupstað. Það eru um 60 manns sem mæta í þessa tíma. Að auki geta félagsmenn notað aðstöðuna eftir hentugleikum. Flesta daga eru einhverjir byrjaðir að lyfta hér klukkan fimm á morgnana og sumir eru að koma eftir klukkan tíu á kvöldin. Fyrir utan Norðfirðinga kemur fólk hér frá Eskifirði og Reyðarfirði til að nýta aðstöðuna. Það er í reyndinni ótrúlegt hvað starfsemin hefur vaxið á ekki lengri tíma,“ segir Sylvía.
Fram kemur í máli Sylvíu að félagið standi í þakkarskuld við marga. Ýmsir félagsmenn hafa lagt mikið af mörkum til að gera húsnæðið hæft til notkunar og þá tóku starfsmenn Alcoa einnig þátt í því, en þeir sinna ýmsum þörfum samfélagsverkefnum. Enginn hefur þó stutt félagið betur en Síldarvinnslan. Auk þess að útvega húsnæðið í gamla frystihúsinu hefur Síldarvinnslan veitt styrki til búnaðarkaupa og þá komu starfsmenn Síldarvinnslunnar að ýmsum verkefnum þegar unnið var í húsnæðinu. „Við stöndum í mikilli þakkarskuld við alla sem hafa aðstoðað okkur og það hefði ekki verið unnt að halda úti þessari starfsemi ef við nytum ekki svona mikils skilnings í samfélaginu,“ segir Sylvía.
 
Sylvía telur að hægt og bítandi sé starfsemi Lyftingafélagsins að öðlast viðurkenningu í samfélaginu hér eystra, en það taki ávallt einhvern tíma fyrir nýja íþróttagrein að öðlast slíka viðurkenningu. Sem dæmi má nefna að nú nýverið fór verslunin Fjarðasport í Neskaupstað að bjóða upp á vörur sem henta lyftingafólki.
 
Til stendur að halda vígsluhátíð í húsnæði félagsins í gamla frystihúsinu þegar framkvæmdum þar verður endanlega lokið og þá geta allir komið og kynnt sér aðstöðuna og blómlegt starf Lyftingafélags Austurlands.

Þorsteinn Már hverfur frá stjórnarstörfum

Þorsteinn Már hverfur frá stjórnarstörfumÞorsteinn Már Baldvinsson hefur óskað eftir því að fara í ótímabundið leyfi frá störfum sínum sem stjórnarformaður Síldarvinnslunnar og mun hann hverfa frá stjórnarstörfum. Við stjórnarformennskunni tekur Ingi Jóhann Guðmundsson og inn í stjórnina kemur Halldór Jónasson.

 

 

 

 

Haldið til kolmunnaveiða

Polar Amaroq í höfn í Neskaupstað, tilbúinn að halda til kolmunnaveiða. Ljósm. Smári Geirsson.Polar Amaroq í höfn í Neskaupstað, tilbúinn að halda til kolmunnaveiða. Ljósm. Smári GeirssonBjarni Ólafsson AK og grænlenska skipið Polar Amaroq héldu til kolmunnaveiða frá Neskaupstað fyrir nýliðna helgi. Heimasíðan ræddi stuttlega við Sigurð Grétar Guðmundsson skipstjóra á Polar Amaroq og Gísla Runólfsson skipstjóra á Bjarna Ólafssyni áður en skipin létu úr höfn.
 
Sigurður sagði að skipin hefðu hafið kolmunnaveiðar á svipuðum tíma í fyrra. „Við reiknum með að byrja að leita austan við Færeyjar en það hefur oft verið veiði austan og norðaustan við eyjarnar á þessum árstíma. Annars hafa litlar fréttir borist af kolmunna í færeysku lögsögunni ennþá en bæði Víkingur og Venus eru komnir á miðin,“ sagði Sigurður.
 
Gísli sagðist vonast til þess að menn finndu kolmunnann fljótlega. „Í fyrra féldum við til kolmunnaveiða í færeysku lögsögunni að kvöldi 16. nóvember og lönduðum fyrsta farminum, 1.700 tonnum, hinn 28. nóvember. Vonandi gengur þetta með svipuðum hætti núna,“ sagði Gísli.
 
Nýjustu fréttir herma að skipin hafi byrjað að toga í morgun norður af Færeyjum.

Misleading and false news about Síldarvinnslan

logo

On November 15th a story was published in Fréttablaðið daily newspaper in Iceland that Gunnþór Ingvason, the CEO of Síldarvinnslan, had requested instructions from Samherji on April 30, 2014 on how to deceive Greenlanders in order to acquire fishing permits and quotas. The article is completely wrong and it is in fact remarkable how the journalist who wrote the story could draw these conclusions from the e-mails quoted.

Síldarvinnslan has had a successful collaboration with the Greenlanders since 2003 in a fishing company which is a joint venture. In 2012, Greenland's largest fisheries company, Polar Seafood, acquired the majority of the company, which was then named Polar Pelagic, with Síldarvinnslan owning 30 percent of the shares. The Board of Director of Polar Seafood have always been responsible with communicating with the authorities in Greenland. Polar Seafood's chairman is Henrik Leth, who has long been one of the leaders in the Greenlandic fisheries industry.

 In 2014, Henrik Leth contacted Gunnþór Ingvason and told him that in Greenland it was widely discussed that someone planned to set up a fishmeal and pelagic processing plant in Ammasalik on the east coast of the country. Henrik considered these plans very unrealistic and thought that they were being put forward with a view to obtaining a quota from the government of Greenland. To find out more about technical issues and constructions costs, he contacted Gunnþór Ingvason. Gunnþór knew that Samherji had recently made plans for such a structure in Morocco. He e-mailed employees at Samherji asking for this information, even though it was relevant to the development in Africa. After sending this e-mail he made no further enquires about the matter.

Henrik Leth says the following about this: “I contacted Gunnþór for information simply because Síldarvinnslan has a great deal of experience and knowledge of the construction and operation of pelagic processing plants. I could never have imagined that such a negative news story could be made about a favour he made to me, a colleague. This is a sad example of poor and dishonest journalism.”

As explained above it can be clear that Gunnþór Ingvason's words in the email were distorted and taken out of context in the news story. Síldarvinnslan regrets this factually wrong and harmful story and hopes it will be corrected as soon as possible.

Villandi og rangur fréttaflutningur

Villandi og rangur fréttaflutningurÍ morgun birtist frétt um að Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hefði óskað eftir leiðbeiningum frá Samherja hinn 30. apríl árið 2014 varðandi það hvernig blekkja mætti Grænlendinga til að komast yfir veiðiheimildir og kvóta. Þessi frétt er algjörlega röng og í reyndinni merkilegt hvernig blaðamaður getur lesið þetta út úr þeim tölvupósti sem vitnað er til.
 
Síldarvinnslan hf. hefur átt í farsælu samstarfi við Grænlendinga frá árinu 2003 við rekstur útgerðarfyrirtækis. Árið 2012 festi stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Grænlands, Polar Seafood, kaup á meirihlutanum í útgerðarfyrirtækinu sem þá fékk nafnið Polar Pelagic, en Síldarvinnslan á þriðjungs hlut í því. Stjórn Polar Seafood hefur alla tíð sinnt öllum samskiptum fyrirtækisins við grænlensk stjórnvöld. Stjórnarformaður Polar Seafood er Henrik Leth en hann hefur lengi verið einn af helstu forystumönnum grænlensks sjávarútvegs.
 
Árið 2014 hafði Henrik Leth samband við Gunnþór Ingvason og tjáði honum að á Grænlandi væri í umræðunni að einhverjir áformuðu að koma upp fiskimjöls- og uppsjávarvinnslu í Ammasalik á austurströnd landsins.  Taldi Henrik þessi áform mjög óraunhæf og áleit að þau væru sett fram í þeim tilgangi að ná kvóta hjá grænlenskum stjórnvöldum. Til þess að fá nánari upplýsingar um tæknileg málefni og kostnað við uppbyggingu eins og þessa leitaði hann til Gunnþórs Ingvasonar. Gunnþór vissi að Samherji hefði nýlega látið gera áætlanir um slíka uppbyggingu í Marokkó og einfaldast væri að skoða þær. Sendi hann Samherjamönnum tölvupóst þar sem hann bað um að fá þessar upplýsingar þó þær ættu við um uppbyggingu í Afríku. Þar með var málinu lokið að hans hálfu.
 
Henrik Leth segir eftirfarandi um þetta: „Ég leitaði til Gunnþórs um upplýsingar einfaldlega vegna þess að Síldarvinnslan hefur mikla reynslu og þekkingu á uppbyggingu og rekstri vinnslufyrirtækja. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að hægt væri að búa til svona neikvæða frétt um greiðvikni hans í minn garð. Þetta er sorglegt dæmi um óvönduð vinnubrögð fjölmiðla.“ 
 
Af framansögðu má ljóst vera að orð Gunnþórs Ingvasonar í tölvupóstinum voru slitin úr samhengi í umræddri frétt. Síldarvinnslan harmar þann villandi og meiðandi málflutning sem birtist í fréttinni.

Veiðiskip búin til loðnuleitar og –mælinga

Unnið að því að kvarða dýptarmæli Barkar NK á Norðfirði í gær. Ljósm. Smári GeirssonUnnið að því að kvarða dýptarmæli Barkar NK á Norðfirði í gær.
Ljósm. Smári Geirsson

Páll Reynisson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, er kominn austur á land í þeim tilgangi að búa loðnuskip til leitar og mælinga á loðnu. Heimasíðan ræddi stuttlega við Pál og spurði hvað fælist í því að gera skipin hæf til þessa verkefnis. „Það þarf að kvarða dýptarmæla skipanna en þá er næmni mælanna athuguð. Nauðsynlegt er að vita hvað mælarnir sýna svo unnt sé að meta magn loðnu sem mælist á tilteknu svæði. Gert er ráð fyrir að mælar í fjórum skipum verði kvarðaðir en skipin eru Börkur NK, Bjarni Ólafsson AK, Aðalsteinn Jónsson SU og grænlenska skipið Polar Amaroq. Það getur verið mjög mikilvægt að eiga kost á að nýta þessi skip til leitar og mælinga á loðnu auk hafrannsóknaskipanna. Þegar skipin fara í leitarleiðangra eru menn frá Hafrannsóknastofnun um borð til að vakta mælana og fylgjast með þeim upplýsingum sem þeir gefa. Loðnuskip hafa áður verið nýtt til mælinga. Síðasta vetur fóru loðnuskipin Börkur NK, Polar Amaroq, Aðalsteinn Jónsson SU, Heimaey VE og Ásgrímur Halldórsson SF í leiðangra á tímabilinu desember og fram í febrúar og nýttust vel þó ekki tækist að finna nægilegt magn af loðnu til að heimila veiðar,“ segir Páll Reynisson.

Blængur NK – eini frystitogari Austfirðinga

Blængur NK í Norðfjarðarhöfn. Ljósm. Hákon ErnusonBlængur NK í Norðfjarðarhöfn. Ljósm. Hákon Ernuson

Sumarið 2015 festi Síldarvinnslan í Neskaupstað kaup á frystitogaranum Frera af Ögurvík hf. og fékk hann þá nafnið Blængur og einkennisstafina NK 125. Blængur hét upphaflega Ingólfur Arnarson og var smíðaður á Spáni fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur. Skipið kom nýtt til landsins í janúarmánuði 1974. Bæjarútgerðin átti togarann til ársins 1985 en þá festi Ögurvík kaup á honum og þá var honum breytt í frystiskip. Árið 2000 voru gerðar umfangsmiklar breytingar á togaranum en þá var hann meðal annars lengdur um 10 metra og aðalvél endurnýjuð. Einnig var vinnslulínan endurnýjuð svo og frystilestin. Skipið er 79 metra langt eftir breytingarnar og búið 5000 hestafla aðalvél af gerðinni Wartsila. Það er 1723 brúttótonn að stærð.
 
Blængur NK er eini frystitogari Austfirðinga og því hefur hann nokkra sérstöðu. Skipstjórar á skipinu eru þeir Bjarni Ólafur Hjálmarsson og Theodór Haraldsson og settist tíðindamaður heimasíðunnar niður með þeim á dögunum til að fræðast um skipið og útgerð þess. Í upphafi viðtalsins kom fram að Blængur hafi  fyrst og fremst verið gerður út á ufsa, karfa og grálúðu, en það eru tegundirnar sem íslenskir frystitogarar hafa  lagt áherslu á að veiða á undanförnum árum. Um væri að ræða hörkuskip með miklum togkrafti og Blængur væri nú eitt af öflugustu togskipum Íslendinga. „Skipið er öflugt veiðitæki og oft gaman að fiska á það,“ segir Theodór.
 

Trollið tekið. Ljósm. Hreinn SigurðssonTrollið tekið. Ljósm. Hreinn Sigurðsson

Yfirstandandi ár er í reynd fyrsta árið sem útgerð Blængs er samfelld. Skipið var keypt um sumarið 2015, á árinu 2016 fór það í umfangsmiklar breytingar í Póllandi og lauk þeim ekki fyrr en komið var fram á árið 2017. Árið 2018 var 
sk
ipið einnig frá veiðum um tíma en þá var meðal annars skipt um togspil. Segja má að árið 2019 sé þriðja rekstrarár skipsins í eigu Síldarvinnslunnar og fyrsta heila árið í rekstri.
 
„Árið í ár hefur verið afar gott. Við erum búnir að fiska fyrir 2,1 milljarð króna á árinu og enn eru hátt í tveir mánuðir eftir af því. Árið 2018 fiskuðum við um 6000 tonn allt árið en nú erum við búnir að fiska 6.900 tonn og það má reikna með að ársaflinn fari að minnsta kosti í 7.500 tonn,“ segir Bjarni Ólafur. Líklega mun afli skipsins í ár verða sá mesti sem austfirskur togari hefur skilað á land.
 
Þó svo að áhersla sé helst lögð á ufsa- og karfaveiði á miðunum við Ísland hefur Blængur farið í Barentshafið bæði í ár og í fyrra og fiskað þorsk. „Barentshafstúrarnir hafa skipt okkur miklu máli en þar var veitt í maímánuði 2018 og í júní 2019. „Sérstaklega var Barentshafstúrinn í ár glæsilegur en þá veiddum við 1500 tonn af þorski og var aflaverðmætið um 500 milljónir. Veiðin gekk í alla staði eins vel og hægt var að hugsa sér,“ segir Theodór.
 

Fiskur snyrtur um borð í Blængi NK. Ljósm. Hreinn SigurðssonFiskur snyrtur um borð í Blængi NK.
Ljósm. Hreinn Sigurðsson

Fram kemur hjá þeim Bjarna Ólafi og Theodór að 26 séu í áhöfn Blængs en heildaráhöfnin telji um 45 manns. Rúmlega helmingur heildaráhafnarinnar er í skiptikerfi. Yfirleitt taka veiðiferðir skipsins um það bil einn mánuð. Yfirmenn skipsins eru Austfirðingar en hásetar koma frá ýmsum landshlutum, allmargir til dæmis að norðan og nokkrir af höfuðborgarsvæðinu. Vart hefur orðið við aukinn áhuga sjómanna á plássum á Blængi og segja þeir Bjarni Ólafur og Theodór að um þessar mundir rigni inn umsóknum. „Áhuginn ræðst mikið af tekjumöguleikunum og fullur hásetahlutur það sem af er árinu er kominn í 21 milljón króna. Fiskverð er hátt um þessar mundir og gengið hefur þróast með hagstæðum hætti og þetta hvoru tveggja kemur sér vel. Það hefur ekki verið óalgengt að háseti hafi haft um tvær milljónir króna fyrir túrinn að undanförnu. Það má hins vegar ekki gleyma því að það er mikil vinna um borð í frystitogara og menn þurfa að hafa fyrir lífinu um borð í slíku skipi,“ segir Theodór.
 

Íslensk síld væntanleg til Neskaupstaðar

Margrét EA. Ljósm. Smári GeirssonMargrét EA. Ljósm. Smári GeirssonMargrét EA er á leiðinni til Neskaupstaðar með 860 tonn af íslenskri sumargotssíld og er gert ráð fyrir að skipið komi til hafnar í fyrramálið. Síldin fékkst í fjórum holum utarlega í Jökuldýpinu um 80-90 mílur vestur úr Reykjanesi. Mun aflinn verða skoðaður þegar í land verður komið og kannað hvort hann er hæfur til manneldisvinnslu. Heimasíðan ræddi við Birki Hreinsson skipstjóra í morgun þar sem skipið var statt í brælu fyrir austan Vestmannaeyjar. „Við fengum 500 tonna hol seinni partinn í gær eftir að hafa togað í eina sex tíma. Áður höfðum við fengið tvö rúmlega 140 tonna hol og eitt 60 tonna. Við höfum séð mikið lóð á þessum slóðum en það er ekki allt síld, það virðist einnig vera um átu að ræða. Stundum reyndar sjáum við ekki neitt eins og í fyrradag. Við höfum nánast ekkert fengið á nóttunni og allur aflinn fékkst yfir daginn. Samkvæmt okkar skoðun er sáralítil sýking í þessari síld. Við urðum varir við sýkingu í örfáum síldum í fyrsta holi en síðan hefur ekkert borið á henni. Til dæmis virtist ekki vera um neina sýkingu að ræða í stóra holinu. Þetta varðandi sýkinguna kemur betur í ljós þegar í land verður komið og byrjað verður að skoða síldina ítarlega,“ segir Birkir.
 
Beitir NK liggur í Reykjavík og mun halda til síldveiða nk. mánudag.

Reitingsveiði hjá Eyjunum

Smáey VE að landa í Neskaupstað sl. fimmtudag. Ljósm. Guðmundur SveinssonSmáey VE að landa í Neskaupstað sl. fimmtudag.
Ljósm. Guðmundur Sveinsson
Skip Bergs-Hugins, Vestmannaey og Smáey, hafa verið að fá reitingsafla að undanförnu. Smáey hefur verið að veiða austur af landinu en Vestmannaey hefur fiskað fyrir sunnan. Heimasíðan ræddi við skipstjórana. Jón Valgeirsson á Smáey og Birgi Þór Sverrisson á Vestmannaey í gær. Þegar rætt var við Jón var Smáey að færa sig frá Glettinganesflaki og á Gerpisgrunn. „Við erum að kasta núna hérna á Gerpisgrunni, en það hefur verið þorsk- og ýsurjátl hérna fyrir austan. Það má segja að aflinn hafi verið sæmilegur, eða tonn á tímann eða svo. Þetta er blandaður fiskur. Stóri þorskurinn lætur lítið sjá sig núna og spurningin er hvar hann heldur sig. Svona er þetta stundum. Við höfum landað hér fyrir austan. Lönduðum í Neskaupstað sl. fimmtudag og síðan á Seyðisfirði á mánudag. Við gerum ráð fyrir að landa í Neskaupstað að loknum þessum túr,“ segir Jón.
 
Birgir þór Sverrisson á Vestmannaey sagði að afla hefði verið landað í Vestmannaeyjum sl. fimmtudag og síðan haldið til veiða á sunnudag. „Við erum í karfa og ufsa í Reynisdýpinu og það má segja að sé reitingsveiði. Við gerum ráð fyrir að landa í Eyjum á fimmtudag,“ segir Birgir.

Hugað að íslenskri sumargotssíld

Beitir NK. Ljósm. Hákon ErnusonBeitir NK. Ljósm. Hákon ErnusonBeitir NK hélt til síldveiða sl. sunnudagskvöld og mun hann huga að íslensku sumargotssíldinni. Síldarvinnsluskipin hafa heimild til að veiða um 4.000 tonn af þeirri síld. Beitir sigldi vestur fyrir land og ræddi heimasíðan við Tómas Kárason skipstjóra í morgun, en þá var skipið statt út af Reykjanesi. Tómas sagði að enn væri heldur lítið að frétta. „Það er rólegt yfir þessu og menn fara sér að engu óðslega. Við fréttum af því í gærkvöldi að ágætis lóð væru í Jökuldýpinu og Margrét EA kastaði þá. Aflinn reyndist vera um 140 tonn og nú þarf að skoða síldina meðal annars með tilliti til sýkingarinnar sem hefur verið í þessum síldarstofni undanfarin ár. Við erum á leiðinni í Jökuldýpið og það er blíða eins og er en það spáir víst kalda þegar líður á daginn,“ segir Tómas.

Eilífur flótti undan veðri

Blængur NK. Ljósm. Hákon ErnusonBlængur NK. Ljósm. Hákon ErnusonFrystitogarinn Blængur NK kom til Neskaupstaðar í gærkvöldi að lokinni mánaðarlangri veiðiferð. Afli skipsins er tæplega 700 tonn að verðmæti 215 milljónir króna. Uppistaða aflans er ufsi og karfi. Theodór Haraldsson skipstjóri segir að túrinn hafi fyrst og fremst einkennst af eilífum flótta undan veðri. „Við byrjuðum túrinn fyrir austan land vegna slæms veðurs fyrir vestan. Reynt var að finna ufsa en það gekk ekki alltof vel. Þegar veður lægði vestra héldum við þangað og þar var reynt við ufsa, karfa og ýsu. Tíðin var í reyndinni djöfullleg stóran hluta veiðiferðarinnar. Einu sinni var farið undir Grænuhlíð og legið í vari og einu sinni hröktumst við úr Reykjafjarðarálnum vegna veðurs, en við vorum alltaf að færa okkur til út af veðri. Túrnum lukum við síðan út af Norðurlandi í ufsaleit. Hvað afla varðar voru tvær fyrstu vikurnar í túrnum heldur lélegar, en seinni tvær voru bara góðar,“ segir Theodór.
 

Undirflokkar