Vestmannaeyjatogararnir lönduðu í Grindavík í morgun
Vestmannaeyjatogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í Grindavík í morgun að afloknum stuttum veiðiferðum. Vinnslustöðvar Vísis þurftu á hráefni að halda og þá komu togararnir færandi hendi. Heimasíðan ræddi stuttlega við þá Jón Valgeirsson skipstjóra á Bergey og Egil Guðna Guðnason skipstjóra á Vestmannaey og spurði frétta af veiðunum.
Heimsins besta jólasíld
Nú er fólk farið að hugsa til jóla og þá fá aðdáendur jólasíldarinnar frá Síldarvinnslunni vatn í munninn. Síldarvinnslan hefur framleitt jólasíld í áratugi og eru miklar kröfur gerðar svo gæðin séu tryggð. Við framleiðsluna er notuð nýveidd norsk-íslensk síld sem flutt er að landi …
Veiðar hafnar að lokinni frábærri árshátíðarferð
Starfsfólk Síldarvinnslusamstæðunnar kom til landsins í gær og í fyrradag að lokinni frábærri árshátíðarferð til Sopot í Póllandi. Nú eru öll skip samstæðunnar farin til veiða að Barða NK undanskildum en hann mun líklega halda til síldveiða fyrir vestan land fljótlega.
Kynning 2. ársfjórðungs Síldarvinnslunnar 2025
Gunnþór Ingvason forstjóri gerir grein fyrir niðurstöðum 2. ársfjórðungs 2025.
SÍLDARVINNSLAN HF.
Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.
VEIÐAR
Síldarvinnslan er einn stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2022/2023 eru 220 þúsund tonn eða 52 þúsund þorskígildistonn.
VINNSLA
Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslur í Grindavík.
STARFSFÓLKIÐ
Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum