Gunnþór B. Ingvason forstjóri og forseti Íslands á minninga – og sögureit Síldarvinnslunnar. Ljósm. Smári Geirsson Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, er þessa dagana í heimsókn í Fjarðabyggð. Í gær var hann ásamt fylgdarliði í Neskaupstað og kynnti sér meðal...
Gullver NS. Ljósm. Þorgeir Baldursson Ísfisktogarinn Gullver kom til heimahafnar á Seyðisfirði í gær með fullfermi eða 119 tonn. Landað verður úr skipinu í dag. Heimasíðan ræddi stuttlega við Steinþór Hálfdanarson skipstjóra og spurði um veiðiferðina. „Við vorum fjóra...
Aldís Stefánsdóttir er einn þeirra starfsmanna Síldarvinnslunar sem hjólar í vinnuna. Ljósm. Hákon Ernuson Enn eitt árið gefst starfsfólki Síldarvinnslunnar kostur á að gera samgöngusamning við fyrirtækið en þetta er í fimmta sinn sem slíkur samningur er í boði....
Vilhelm Þorsteinsson EA landaði um 3.200 tonnum af kolmunna í Neskaupstað um helgina. Ljósm. Smári Geirsson Fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði hafa sinnt kolmunnavinnslu af krafti að undanförnu og hefur vinnslan gengið vel. Skipin...
Vænt hol komið inn á dekk á Vestmannaey VE. Ljósm. Björn Steinbekk Vestmannaeyjatogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi síðasta dag aprílmánaðar. Gullver NS kom síðan til heimahafnar á Seyðisfirði með fullfermi í gær. Afli skipanna er blandaður....
Margrét EA að landa kolmunna í Neskaupstað sl. miðvikudag. Ljósm. Smári Geirsson Það hefur heldur hægst á kolmunnaveiðinni í færeysku lögsögunni síðustu dagana en þó eru skipin að fá mjög góð hol inn á milli. Beitir NK er á landleið með 3.050 tonn og verður á...
Það gekk vel að landa úr Blængi NK í gær. Ljósm. Smári Geirsson Frystitogarinn Blængur NK kom til hafnar í Neskaupstað á mánudagskvöld að lokinni mánaðar veiðiferð. Aflinn var 633 tonn upp úr sjó eða tuttugu þúsund kassar. Uppistaða aflans var grálúða, ýsa og ufsi....
Góður afli hjá Bergi VE. Ljósm. Ragnar Waage Pálmason Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í Eyjum á sunnudag. Bæði skip voru nánast með fullfermi og var aflinn að mestu ýsa og þorskur. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi segir að rótargangur sé...
Frá Norðfjarðarhöfn í gær. Vilhelm Þorsteinsson EA var að landa fullfermi og fjær bíður Barði NK löndunar. Ljósm. Smári Geirsson Að undanförnu hefur verið góð kolmunnaveiði í færeysku lögsögunni og er ekkert lát á henni. Fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar í...
Bergur og Vestmannaey í höfn í Vestmannaeyjum. Ljósm. Arnar Richardsson Vestmannaeyjaskipin Bergur og Vestmannaey lönduðu góðum afla fyrr í vikunni. Bergur landaði á þriðjudag og var afli hans nánast einungis karfi. Ragnar Waage Pálmason skipstjóri sagði að túrinn...